131. löggjafarþing — 98. fundur,  22. mars 2005.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.

659. mál
[14:30]

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eftirspurnin er lítil, það er tap og samstarfsaðilar okkar vilja hætta. Samtök iðnaðarins bera hag umbjóðenda sinna mjög fyrir brjósti, ég hef ekki orðið vör við annað, þannig að þetta eru meginástæður þess að við leggjum fram frumvarpið og teljum að mjög lítil þörf sé fyrir starfsemina. Hún getur verið einhver en hún sé það lítil að ekki sé ástæða til að halda henni áfram.