131. löggjafarþing — 99. fundur,  30. mars 2005.

Skráning nafna í þjóðskrá.

204. mál
[14:04]

utanríkisráðherra (Davíð Oddsson) (S):

Herra forseti. Eins og ég sagði í inngangssvari mínu munu nöfn framvegis, þegar þessi breyting hefur verið gerð, verða skráð fullum fetum hjá Hagstofunni í þeirri lengd sem fólk óskar. Það getur a.m.k. um einhverja hríð orðið til þess að nöfn verði stytt hjá öðrum aðilum sem nota þjóðskrána. Þá verður það að ráðast og auðvitað vonum við að það verði í sem minnstum mæli og valdi sem minnstri ánauð.

Vegna þess sem hv. þm. Sigurjón Þórðarson nefndi áðan tel ég að það sé meira virði að fá þessa niðurstöðu Hagstofunnar sem leysir málið en að fá einhverja umsögn sem kann að vanta í málinu.