131. löggjafarþing — 100. fundur,  31. mars 2005.

Helgidagafriður.

481. mál
[10:54]

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Mér skilst að vísu, af því að ég tók Ásbyrgi sem dæmi, að það hafi verið misskilningur hjá mér að bensínsalan þar sé alls ekki rekin af verslunareigandanum, en það er sama, hér er verið að tala um þjónustu við ferðamenn, að þeir geti keypt sér matvæli úti á landi. Um það snýst þetta mál eins og ég skil það. Það er alls ekki svo ef við tökum bensínsölur úti á landi að þar sé seld matvara, heldur er oft enginn nálægur til að afgreiða bensínið, þar er einungis kortaafgreiðsla. Það er allt önnur aðstaða þar en í Reykjavík þar sem matvörur eru seldar inni á bensínstöðvunum. Ég vona að hv. þingmaður geri sér það ljóst.