131. löggjafarþing — 100. fundur,  31. mars 2005.

Gæðamat á æðardúni.

670. mál
[13:53]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Það kom ekki fram hjá hæstv. landbúnaðarráðherra um hvaða upphæðir er að tefla og mér finnst að það þurfi að koma fram áður en farið er í þessa löggjöf. Einnig hafa verið brögð að því að óhreinsaður æðardúnn sem hefur verið sendur þannig úr landi, sem er verið að koma í veg fyrir með frumvarpinu, hafi kastað rýrð á þann æðardún sem hefur verið hreinsaður innan lands. Ég tel mjög mikilvægt að það komi fram.