131. löggjafarþing — 101. fundur,  1. apr. 2005.

Umræða um málefni Ríkisútvarpsins.

[13:53]

Forseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Forseta hefur borist það að hæstv. forsætisráðherra er upptekinn á fundi en boðum verði komið til hans um þessa ósk hv. þingmanna.

Varðandi það að kalla saman menntamálanefnd er það skv. 15. gr. þingskapa formaður, eða varaformaður í forföllum hans, sem boðar til fundar og mun forseti koma þeim boðum sem hér hafa komið fram um þá ósk áleiðis til formanns menntamálanefndar en það er hann sjálfur sem ákveður hvort boðað verður til fundarins. En forseti vill þá líka minna á að formanni er skylt að boða til fundar ef ósk berst um það frá a.m.k. þriðjungi nefndarmanna.