131. löggjafarþing — 102. fundur,  4. apr. 2005.

Fsp. 1.

[15:05]

Lára Stefánsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hvet hæstv. samgönguráðherra eindregið til að taka þetta mál upp í ráðuneyti sínu og einnig gjarnan taka höndum saman við menntamálaráðherra til að standa vörð um íslenska tungu. Það er hvimleitt að Alþingi heiti althingi á netinu og þurfi að borga sérstaklega fyrir að mega heita Alþingi.

Ég tel þetta brýnt mál. Við sem fjöllum um þessi mál og vinnum við þau teljum brýnt að við leggjum íslenskuna að jöfnu við svokallaða ísl-ensku og getum notað hana á internetinu þannig að það sé eðlilegt fyrir okkur, íslenska nemendur og íslenska þjóð, að nota íslensku á íslensku interneti.