131. löggjafarþing — 102. fundur,  4. apr. 2005.

Fsp. 3.

[15:17]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Það er náttúrlega grafalvarlegt mál að vilja vera í sambandi við umbjóðendur sína og hlusta á vilja fólksins. Það er sjálfsagt allt af hinu illa miðað við það sem hv. þingmaður segir hér. En af því að hann minntist á raforkuverðið er mér mjög ljúft að koma því á framfæri að það er ákveðinn misskilningur á ferðinni í sambandi við þá reikninga sem síðast voru sendir út af hálfu Rariks þar sem almennt séð er lesið af hjá fólki á haustin. Nú var lesið af aftur í janúar — þetta eru þungir og dýrir mánuðir, köldustu mánuðirnir — og þeir reikningar sem sendir voru út síðast jafnast ekki yfir heilt ár. Það sem fer yfir hámark viðkomandi — það eru fáir mánuðir í umframnotkun teknir inn í þessa upphæð og þess vegna hækkar hún reikningana mikið. Næsti reikningur verður í samræmi við það sem almennt hefur verið og þá held ég að við getum talað um þetta. Mér finnst að þetta hefði átt að komast á framfæri fyrr af hálfu fyrirtækjanna.