131. löggjafarþing — 102. fundur,  4. apr. 2005.

Fsp. 3.

[15:19]

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Fyrst ætla ég að svara því að þessi könnun kostar lítilræði þannig að það er ekki erfitt að komast í gegnum það.

Sala Símans verður rædd hér á eftir þannig að ég ætla ekki að taka þá umræðu en af því að hv. þingmaður nefndi líka Rafveitu Sauðárkróks vil ég segja að ef það er vilji yfirvalda í Skagafirði, sem eiga mjög bágt þessa dagana, og ekki bara þessa daga heldur hefur það verið þannig meira og minna síðustu vikur og mánuði, að kaupa aftur rafveituna held ég að þau séu á miklum villigötum. Því stærri sem dreififyrirtækin eru, þeim mun ódýrara er að dreifa rafmagninu og þeim mun lægri verða raforkureikningarnir.