131. löggjafarþing — 102. fundur,  4. apr. 2005.

Sala Símans, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

[16:02]

Forseti (Halldór Blöndal):

Samkomulag er um fyrirkomulag umræðunnar. Hún fer þannig fram að forsætisráðherra hefur átta mínútur og talsmenn Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokks, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins sex mínútur hver í fyrri umferð.

Í síðari umferð hefur hver flokkur fjórar mínútur í þessari röð: Framsóknarflokkur, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Frjálslyndi flokkurinn og síðan talar forsætisráðherra síðastur.