131. löggjafarþing — 103. fundur,  5. apr. 2005.

Framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

723. mál
[17:14]

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst umræðurnar í dag hafa verið mjög áhugaverðar og ég ítreka það. Í sjálfu sér tek ég undir með þingmönnum að ágætt hefði verið að hafa félagsmálaráðherra hérna viðstaddan vegna þess að við höfum auðvitað verið að ræða í tengslum við þetta litla afmarkaða mál miklu stærri mál, en það var svo sem enginn sem vissi það fyrir fram hvort umræðan yrði þannig. En ég treysti þingnefndinni til þess að fara vandlega ofan í alla þætti málsins og veit að það mun verða gert.