131. löggjafarþing — 104. fundur,  6. apr. 2005.

Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga.

627. mál
[12:42]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F):

Hæstv. forseti. Sá er hér stendur mun að sjálfsögðu ræða við bændur og fulltrúa þeirra óski þeir eftir því um þetta mál. Það skal ekki standa á mér í þeim efnum. Við verðum að hafa í huga, hæstv. forseti, eins og ég sagði áðan og ítreka hvers eðlis þessi sjóður er. Þetta er sjóður sem ætlað er að standa straum af bótum til fólks sem er tímabundið án atvinnu. Til þess er hann hugsaður og þannig er hann upp byggður. Við verðum að gæta jafnræðis og sanngirni við rekstur atvinnuleysistryggingakerfisins í heild.

Hins vegar kann vel að vera að það sé skoðun bænda og það megi finna því einhvern farveg að þeir tryggi sig með öðrum hætti og ég er að sjálfsögðu tilbúinn til að ræða það við þá á réttum vettvangi.