131. löggjafarþing — 104. fundur,  6. apr. 2005.

Heimasala afurða bænda.

636. mál
[15:18]

Kjartan Ólafsson (S):

Frú forseti. Þetta er athyglisverð umræða og ágæt. Margar afurðir landbúnaðarins hafa verið seldar heima. Þetta er ekkert nýtt mál. Má þar nefna t.d. afurðir garðyrkjubænda sem hafa lengi verið seldar heima. Má þar nefna m.a. bæði blóm og grænmeti sem hefur verið selt á garðyrkjustöðvum í Hveragerði. Eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi er upp sprottið úr slíkum jarðvegi, þ.e. Eden í Hveragerði þar sem var byrjað að rækta gúrkur og selja út um dyrnar þar. Þessi þróun hefur því verið í landinu. Þetta er ekkert nýtt. Það er ekkert nýnæmi í þessu. Við eigum bara að láta þetta þroskast áfram landbúnaðinum og ferðaþjónustunni til heilla og til bóta.

Fleiri afurðir líka, svo sem ull, hestar, þjónusta, sem seldar eru beint frá búum bænda. Nefna má að á árum áður var rekið sauðfjárbú í Hlíðardal þar sem var rekinn unglingaskóli í Hlíðardalsskóla. Þeir höfðu leyfi til að slátra heima og nota til eigin bústarfa.