131. löggjafarþing — 106. fundur,  7. apr. 2005.

Skaðabótalög.

681. mál
[14:40]

Lára Stefánsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þetta frumvarp skuli komið fram til að bæta úr þeim lapsus verið hefur í viðkomandi lögum. En á sama tíma hef ég áhyggjur af þeim sem báru skarðan hlut frá borði meðan lögin giltu, sem allsherjarnefnd hefur fallist á að hafi verið ósanngjörn.

Ég velti því fyrir mér hvort nefndin hafi það í huga endurskoðun á frumvarpinu milli umræðna, þ.e. að taka á þeim málum. Ef mistök verða við lagasetningu Alþingis er eðlilegt, þegar menn viðurkenna þau mistök, að bregðist við því með einhverjum hætti. Ég vildi fyrst og fremst leggja þetta atriði inn í umræðuna áður en málið fer til umræðu í nefndinni.