131. löggjafarþing — 106. fundur,  7. apr. 2005.

Skaðabótalög.

681. mál
[15:06]

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Bara örlítið mál.

Í lögunum og líka í frumvarpinu, 2. gr., stendur, með leyfi forseta:

„Bætur fyrir missi framfæranda til maka eða sambúðarmaka skulu vera 30% af bótum þeim sem ætla má að hinn látni mundi hafa átt rétt á fyrir algera (100%) örorku.“

Svo bæta menn við í þessu frumvarpi „án frádráttar“. Ég benti á það áðan að það þyrfti að vera: án frádráttar annars en eingreiðslna, vegna þess að þær koma inn.

Það sem vantar hérna inn í eru börnin. Einstæðum foreldrum með börn fjölgar í síauknum mæli og ef þeir falla frá fær enginn bætur, af því að þeir eiga ekki maka. Það stendur hérna „fyrir missi framfæranda til maka eða sambúðarmaka“. Það vantar börnin. Ég legg til að hv. allsherjarnefnd, sem ætlar að taka málið inn milli 1. og 2. umr., hugleiði að bæta inn í: fyrir missi framfæranda til maka, sambúðarmaka eða barna.