131. löggjafarþing — 106. fundur,  7. apr. 2005.

Landbúnaðarstofnun.

700. mál
[15:20]

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni góð ráð og yfir þau verður auðvitað farið. Stofnunin sinnir líka miklu starfi sem snýr að öryggi fólks í landinu og matvælum, en þetta eru góð ráð. Ég hef haft það sem stefnu í störfum mínum að þeir sem þjóna landbúnaðinum og bændum eiga að vera nærri akrinum. Það tel ég mjög mikilvægt. Fólkið sem starfar hjá hinum stóru og litlu stofnunum í dag er margt nærri akrinum, nærri þeim vettvangi sem það vinnur að. Við skulum fara yfir það í sameiningu við vinnslu frumvarpsins.