131. löggjafarþing — 106. fundur,  7. apr. 2005.

Landbúnaðarstofnun.

700. mál
[16:06]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég skal gjarnan hrósa hæstv. landbúnaðarráðherra fyrir það sem vel er gert í ráðuneyti hans og þar skal ég fyrst til nefna stuðninginn við Hóla í Hjaltadal, sem er virkilega hrósvert og mjög gott dæmi um hvað hægt er að gera með markvissum vinnubrögðum og samvinnu við heimamenn. En Siglfirðingurinn hér í salnum hló þegar hæstv. ráðherra tók Siglufjörð sem dæmi um stað þar sem ríkti uppgangur og bjartsýni. (Gripið fram í.)

Svo er það nú þannig, frú forseti og hæstv. ráðherra, að maðurinn lifir ekki á bjartsýninni einni saman. (Landbrh.: Skiptir öllu máli.)