131. löggjafarþing — 106. fundur,  7. apr. 2005.

Útflutningur hrossa.

727. mál
[17:29]

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það vill svo til að þetta er í góðum farvegi í dag. Hver sá hestur sem fluttur er út fer með hestavegabréf með sér þar sem tilgreindar eru allar upplýsingar, heilbrigðisástand, ætternið og sagan. Ég held að þetta sé í mjög fullkomnum farvegi. Þar fyrir utan eru öll folöld örmerkt í dag. Ég held að hestamenn hafi komið þeim málum í mjög gott form sem er mikilvægt fyrir atvinnugreinina og þá gæðastýringu sem þeir vinna eftir. Ég vil því segja við hv. þingmann að þetta hestavegabréf sé mjög gott og segi alla þá sögu sem segja þarf.