131. löggjafarþing — 107. fundur,  11. apr. 2005.

Tilhögun þingfundar.

[16:11]

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill geta þess að hæstv. menntamálaráðherra hefur óskað eftir því að 15. og 16. dagskrármál, Ríkisútvarpið sf. og Sinfóníuhljómsveit Íslands, verði rædd saman, sbr. 3. mgr. 63. gr. þingskapa, þar sem frumvörpin eru efnislega samtengd. Verður orðið við því ef enginn hreyfir andmælum.