131. löggjafarþing — 107. fundur,  11. apr. 2005.

.

. mál
[16:12]

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég hreyfi andmælum við þessari tillögu menntamálaráðherra hæstv. Ég tel að við eigum að ræða þetta í tvennu lagi. Að vísu eru þessi mál samtengd eins og þau koma frá ráðherranum en þau eru það ekki að efni til því að breytingar á tengslum Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitarinnar eru sjálfstætt umræðuefni sem verðskuldar að vera rætt á sjálfstæðan hátt og koma ekki við þeim meginbreytingum sem menntamálaráðherra leggur til á skipan ríkisútvarpsmála.

Ég ítreka andmæli mín við þessu og vonast til að ekki verði orðið við tilmælum menntamálaráðherrans.