131. löggjafarþing — 107. fundur,  11. apr. 2005.

Ríkisútvarpið sf.

643. mál
[18:04]

Dagný Jónsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það eru greinilega skiptar skoðanir um það í hvers konar félagsformi Ríkisútvarpið eigi að vera rekið. Rekstur Ríkisútvarpsins er mjög frábrugðinn öðrum ríkisstofnunum. (Gripið fram í.) Mér finnst að vegna starfsemi Ríkisútvarpsins eigum við að reyna að gera það sem við getum á löggjafarþinginu til að hafa hana eins sveigjanlega og hægt er. Ég ætla ekki að nefna nein dæmi varðandi upplýsingalögin, eins og hv. þingmaður kom inn á áðan, en ég tel að það sé starfseminni hjá Ríkisútvarpinu til góðs að vera ekki með allt niðurnjörvað og vona að það muni verða heillaríkt fyrir Ríkisútvarpið að breyta því í sameignarfélag.