131. löggjafarþing — 107. fundur,  11. apr. 2005.

Ríkisútvarpið sf.

643. mál
[21:45]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef aldrei skilið af hverju ríkið stendur í fjölmiðlarekstri. Þjóðin og ríkið komst af án þess fyrir 1930 og hér hafa orðið miklar breytingar síðan. Ég hef flutt frumvarp um að hlutafélagavæða RÚV og selja það og ég hef orðið var við það síðustu vikur að stuðningur við það hefur vaxið mikið, þökk sé starfsmönnum RÚV.