131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[14:57]

Björgvin G. Sigurðsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við förum kannski ekki djúpt í skattamálin á einni mínútu í andsvari en að sjálfsögðu átti að fresta skattalækkunum þangað til lag væri að ráðast í þær og með allt öðrum hætti en gert var. Það átti að fresta þeim og láta önnur mál ganga fyrir eins og brýnar og mikilvægar samgöngubætur, ekki síst þær sem var lofað með afdráttarlausum hætti í aðdraganda síðustu kosninga og þar síðustu kosninga. Það liggur margt eftir og auðvitað átti að leita annarra leiða og skera niður annars staðar og fresta skattalækkunum og fara í þær með allt öðrum hætti og þegar lag væri til.