131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[18:11]

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vildi fyrst og fremst koma því að hér er að ég fagnaði þessari umræðu í sjálfu sér. Ég vildi benda á að nýframkvæmdir sem eru í samgönguáætluninni taka á mörgum af þeim þáttum sem nefndir eru í umferðaröryggiskafla samgönguáætlunarinnar, eins og svartblettanna, verið er að útrýma þeim. Þess vegna er mikilvægt að líta á þetta svolítið heildstætt. Ég vildi fyrst og fremst benda á það.