131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[18:25]

Magnús Stefánsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er þetta með Reykjavíkurflugvöll. Ég hef lýst skoðun minni á því að hann eigi að vera þar sem búið er að ákveða að hann eigi að vera í allnokkuð mörg ár til viðbótar, þannig að það liggur fyrir. Ég skal ekkert um það segja hvað menn munu gera í framtíðinni. Ef menn komast að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt sé að færa flugvöllinn eitthvað út fyrir, hv. þingmaður talar um nokkra kílómetra, geta menn auðvitað skoðað það. Ég tel að það liggi fyrir og ég fagna því að það liggi fyrir að flugvöllurinn verði hér áfram í allnokkuð mörg ár til viðbótar.