131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[18:52]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Menn hafa verið að tala um sanngirni hér í dag og sérstaklega hafa landsbyggðarþingmenn höfðað til sanngirninnar. Finnst hv. þingmanni sanngjarnt að senda Reykvíkinga tuttugu mínútur til hálftíma á hverjum einasta degi á bílnum sínum? Er það sanngjarnt? (Gripið fram í.) Það er ekki sanngjarnt og alveg sérstaklega … (Gripið fram í.) Eftir því hvar þeir búa? Þeir eru neyddir til að búa uppi í sveit vegna þess að miðbærinn er ekki til, vegna þess að flugvöllurinn leggur undir sig alla Vatnsmýrina. (Gripið fram í: Ég er tilbúinn til ráðuneytis.) Þannig að menn … (Gripið fram í.) Skipulagið gerir ráð fyrir því að menn keyri og keyri í vinnuna og mér finnst það ekki sanngjarnt. (Gripið fram í.) Þegar bent er á lausnir sem kosta landsbyggðarþingmenn ekki neitt, hvorki í tíma né peningum, skil ég ekki af hverju má ekki skoða það og af hverju menn eru alltaf að byggja á ákvörðun Breta fyrir mörgum áratugum.