131. löggjafarþing — 109. fundur,  13. apr. 2005.

Umræða um störf einkavæðingarnefndar.

[13:09]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil af þessu gefna tilefni taka fram að forsætisráðherra hefur ekki húsbóndavald yfir Alþingi eða alþingismönnum og getur ekki fyrirskipað þeim að gefa persónulegar upplýsingar um sig sjálfa. Á hinn bóginn er hverjum og einum þingmanni frjálst að birta upplýsingar sem varða hann sjálfan, fjárreiður hans sjálfs og persónulíf án þess að Alþingi skipti sér af því. Það hefur enginn húsbóndavald yfir Alþingi. (Gripið fram í.) Ég vil að hv. þingmenn muni það, líka í Samfylkingunni.