131. löggjafarþing — 109. fundur,  13. apr. 2005.

Geðheilbrigðisþjónusta í fangelsum.

561. mál
[14:46]

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að koma fram með þessa fyrirspurn og eins svör hæstv. ráðherra. Það er augljóst að verið er að vinna í þessum mikilvægu málum en það þarf meira til og það þarf að vinna áfram af krafti að því að bæta þar úr því að þörfin er fyrir hendi, m.a. þörf fyrir lokaða geðdeild fyrir sakhæfa fanga, utan fangelsismúranna eins og sagt er. Það þarf líka að koma á mjög markvissri meðferð fanga sem eru í neyslu fíkniefna og áfengis og hefja meðferðina um leið og fangar koma inn þannig að þeir geti nýtt afplánunartímann til að eiga svo einhverja möguleika á að koma út sem betri og þarfari þegnar.

Hvað varðar þetta mál í heild — er tími minn útrunninn.