131. löggjafarþing — 111. fundur,  14. apr. 2005.

Tilkynning um dagskrá.

[10:30]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil láta þess getið að tvær utandagskrárumræður eru fyrirhugaðar í dag. Hin fyrri hefst áður en gengið er til dagskrár og er um stíflustæðið við Kárahnjúka og nýtt áhættumat. Málshefjandi er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon en hæstv. iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir verður til andsvara.

Hin síðari hefst um kl. 1.30 í dag, að loknu hádegishléi, og er um kynþáttafordóma og aðgerðir gegn þeim. Málshefjandi er hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson en hæstv. félagsmálaráðherra Árni Magnússon verður til andsvara. Umræðurnar fara fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.