131. löggjafarþing — 111. fundur,  14. apr. 2005.

Starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða.

708. mál
[14:38]

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður var frekar jákvæð gagnvart þessu frumvarpi og ég þakka fyrir það. Hún spyr hvort sett verði svipuð lög í sambandi við sölu hlutabréfa í eigu ríkisins, ef ég skil rétt, og hér um ræðir. Ef hv. þingmaður er að tala um svik í því sambandi — nei, ég hef ekki alveg náð þessu nógu vel en ég minni á að auðvitað gilda almenn hegningarlög ef um það er að ræða að ekki sé farið að lögum, og misbrestur á því.

Ég held að hv. þingmaður verði bara að koma aftur þannig að ég nái alveg nákvæmlega því sem hún er að spyrja um.