131. löggjafarþing — 111. fundur,  14. apr. 2005.

Umgengni um nytjastofna sjávar.

732. mál
[15:14]

sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það liggur ekki fyrir hvaða reglur verða settar en þær munu væntanlega byggjast á sýnatöku, tölfræðilegum útreikningum á þeim og í samræmi við það sem gerist þegar hlutir eru metnir á þennan hátt.

Varðandi kostnaðinn þá nemur hann milljónum króna á ári. Hann skiptir ekki tugmilljónum en hann skiptir milljónum. Það held ég að skipti máli í nánast öllum tilfellum, hvort sem um er að ræða útgerðirnar eða Fiskistofu. Ég held einfaldlega að ef við komum þessari skipan á þá auki það á ábyrgð útgerðarmanna og skipstjórnenda, spari kostnað og leiði jafnframt til þess að síður sé veitt umfram þann afla sem ákveðið er að veiða hverju sinni.