131. löggjafarþing — 111. fundur,  14. apr. 2005.

Umgengni um nytjastofna sjávar.

732. mál
[17:11]

sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir málefnalega umræðu. Ég held að það sé alveg rétt hjá honum að málið þarf auðvitað að fara til nefndar og hún þarf að skoða það eftir efnisatriðum málsins. Það þarf að setja málið í ákveðinn farveg og mér heyrist að hann sé alveg opinn fyrir því að þetta geti verið sá farvegur sem rétt sé að málið fari í. Við verðum síðan auðvitað að sjá hvernig hv. nefnd tekur á málinu og svo verður 2. umr. þar á eftir.