131. löggjafarþing — 112. fundur,  18. apr. 2005.

Rannsókn kjörbréfs.

[15:02]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá Magnúsi Stefánssyni, varaformanni þingflokks framsóknarmanna, dagsett 15. apríl 2005:

„Þar sem Siv Friðleifsdóttir, 5. þm. Suðvesturkjördæmis, getur ekki sótt þingfundi á næstunni vegna læknisaðgerðar óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, Una María Óskarsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, Kópavogi, taki sæti hennar á Alþingi á meðan, en 1. varamaður listans, Páll Magnússon, er í fæðingarorlofi.“

 

Þá hefur borist bréf frá 1. varaþingmanni Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, Páli Magnússyni, þar sem hann tilkynnir um forföll sín.

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Unu Maríu Óskarsdóttur sem er 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jafnframt hefur kjörbréfanefnd haldið fund áður en þingfundur hófst til að fjalla um kjörbréfið.