131. löggjafarþing — 119. fundur,  29. apr. 2005.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[11:42]

utanríkisráðherra (Davíð Oddsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég átta mig ekki alveg á því hvernig bein aðkoma stéttarfélaganna að því dæmi ætti að vera þótt menn séu valdir til slíkra verkefna vegna sérstakrar þekkingar þeirra á tilteknum málaflokkum sem eiga að nýtast við uppbygginguna í Afganistan. Ég er nú að hugsa þetta með þessum hætti hér.

Varðandi Mannréttindaskrifstofuna þá vil ég vekja athygli á því að aðilar eins og Amnesty International, sem er aðili að þessari skrifstofu, hefur sagt opinberlega að afar þýðingarmikið sé að stofnun af þessu tagi njóti ekki opinberra styrkja. Gagnvart utanríkisþjónustunni þá tel ég að það fjármagn sem hún hefur úr að spila eigi að nýtast á erlendum vettvangi. Þar er mikil þörf á stuðningi við mannréttindamál. Sem betur fer er staðan hér hjá okkur ekki svo slæm sem sumir vilja vera láta.