131. löggjafarþing — 121. fundur,  3. maí 2005.

Lífeyrissjóður bænda.

696. mál
[15:37]

Drífa Hjartardóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það verður náttúrlega að hafa í huga að búvörusamningur milli Bændasamtakanna eða búgreinanna og ríkisins þarf alltaf að fara til umfjöllunar í hv. Alþingi og samningurinn er ekki endanlega frágenginn fyrr en Alþingi er búið að samþykkja hann.

Ég vil ítreka það aftur að ég tel að frumvarpið, verði það að lögum, sé til mikilla bóta fyrir bændur landsins.