131. löggjafarþing — 124. fundur,  6. maí 2005.

Lánasjóður landbúnaðarins.

786. mál
[16:33]

Magnús Stefánsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og venjan er í málflutningi hv. þingmanns kom ekkert svar fram.

Ég vil líka gera athugasemd við annað sem fram kom hjá hv. þingmanni, að það hefði verið tekin ákvörðun um hvaða leið ætti að fara og síðan hafi menn leitað röksemda fyrir henni. Þetta er rangt. Á fundi landbúnaðarnefndar var yfirferð um þetta og skýring á störfum þeirrar nefndar sem vitnað er í og ég bið hv. þingmann að tala ekki með þessum hætti.

Hann talar um einkavæðingarfíkn, eins og hann orðar það. Það er fyrst og fremst verið að reyna að bjarga hagsmunum landbúnaðarins og hagsmunum bænda með því að fara í aðgerðirnar. Það er það sem skiptir máli og ég held að hv. þingmaður hljóti að vera sammála þeim sjónarmiðum. Ég sakna þess mjög að hann skuli ekki tala meira út frá þeim þætti málsins.