131. löggjafarþing — 125. fundur,  7. maí 2005.

Afgreiðsla mála fyrir þinghlé.

[10:34]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir orð síðustu tveggja ræðumanna hér og fara fram á það við forseta að hann upplýsi okkur um hvernig hann hyggst haga þinghaldinu í dag og hversu lengi hann hyggst láta þennan fund standa, hvort við eigum von á því að vera hér til klukkan fimm, sex eða lengur. Ég held að hæstv. forseti hljóti að geta orðið við þeirri einföldu beiðni okkar að segja okkur hver sé áætlun hans um þinghaldið í dag.