131. löggjafarþing — 125. fundur,  7. maí 2005.

Skattskylda orkufyrirtækja.

364. mál
[10:52]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Með samþykkt þessa frumvarps er verið stofna til nýrrar skattlagningar á fyrirtæki sem síðan mun fara beint út í verðlagið til almennings bæði hvað varðar raforku og hitaorku, þ.e. heitt vatn. Það er algjörlega ljóst að hér er verið að auka álögur á fólk, bæta í álögur sem ekki eru í samræmi við tekjur fólks. Þetta mun koma jafnilla niður á öllum en verst auðvitað á þeim sem lægstar hafa tekjurnar því að hér er um flata skattlagningu að ræða. Þetta er stefna þessarar ríkisstjórnar sem hún hefur sýnt með því hvernig hún hefur staðið að skattamálum í þessu landi, lækkað skatta sérstaklega á hátekjufólk en kemur núna með flata skattlagningu á lágtekjufólk.