131. löggjafarþing — 125. fundur,  7. maí 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[18:17]

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil taka fram vegna þess að ég hef kannski ekki gert það úr þessum stóli, en ég tel að Samkeppnisstofnun hafi staðið sig mjög vel í olíumálinu, mjög vel. Það er staðfest af hálfu áfrýjunarnefndar að svo hafi verið. Hins vegar er það tilviljun að þessi mál beri upp á sama tíma, vegna þess, eins og ég fór yfir áðan, að ég skipaði viðskiptalífsnefndina í janúar á síðasta ári en það var ekki fyrr en í október sl. sem úrskurður samkeppnisráðs lá fyrir, á svipuðum tíma og skýrsla nefndarinnar var birt opinberlega. Þetta er því mikil tilviljun. Ef vilji er fyrir hendi hjá hv. þingmönnum stjórnarandstöðunnar er auðvelt að setja eitthvert samband þarna á milli, en það er ósanngjarnt.