131. löggjafarþing — 126. fundur,  9. maí 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[11:38]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Nú höfum við kannski ekki klippt nógu skýrt á milli þessara stofnana fyrr en núna og kannski eru menn núna að gera það sem þeir áttu að gera í árdaga að klippa á milli nýrrar stofnunar og gamallar, sérstaklega í mannahaldi.

Varðandi þetta síðasta með skaðabætur, það yrði dálítið athyglisvert og kannski hefur þessu ákvæði aldrei verið beitt vegna þess að skaðabæturnar gætu orðið himinháar.