131. löggjafarþing — 128. fundur,  9. maí 2005.

Verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess.

295. mál
[18:49]

Frsm. umhvn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég vildi bara tilkynna að ég dreg til baka þá breytingartillögu sem ég hafði kynnt hér af þeirri ástæðu að eftir að vera búinn að skoða málið betur er ljóst að þessi tillaga er algjörlega óþörf. Áhyggjur skógræktarmanna og ýmissa annarra vegna túlkunaratriðis í fylgiskjali með frumvarpinu eru í rauninni óþarfar. Það liggur hreint og klárt fyrir að hér er ekki um lögskýringu að ræða og er alveg í samræmi við það sem hæstv. ráðherra Sigríður Anna Þórðardóttir kynnti í ræðu sinni á undan.

Í örstuttu máli, og ég ætla ekki að hafa það neitt lengra, þá dreg ég þessa breytingartillögu til baka af þeirri ástæðu að hún er óþörf og er engin ástæða til að setja inn í lög það sem þar þarf ekki að vera.