131. löggjafarþing — 128. fundur,  9. maí 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[23:25]

Kristinn H. Gunnarsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Öll svör við þessu liggja fyrir og hv. þingmaður getu sparað sér tátólógíuna í þessum efnum. Það liggur fyrir að munurinn á afstöðu minni og hv. þm. Gunnars Birgissonar er sá að hann hefur fallist á niðurskurð fjárframlaga til vegamála á þessu ári en ég hef ekki gert það þannig að ég styð ekki niðurskurð á framlögum til vegamála á þessu ári.

Ég styð ekki Héðinsfjarðargöng en ég styð hins vegar göng um Fljót og þetta veit hv. þingmaður. Ef honum finnast þessi svör ekki fullnægjandi þá verður það bara að koma fram í atkvæðagreiðslu um málið hvernig atkvæðin falla.