131. löggjafarþing — 131. fundur,  10. maí 2005.

Fólksflutningar, vöruflutningar og efnisflutningar á landi.

698. mál
[22:07]

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Ég flyt hér breytingartillögu við 9. gr. sem felur í sér það að vegagerðarmönnum verði ekki falið lögregluvald.

Með 9. gr. verður vegagerðarmönnum, vegaeftirlitsmönnum, heimilt að beita stöðvunarvaldi á bifreiðar og hafa forgangsljós á bíl sínum. Félag lögreglumanna hefur eindregið varað við þessu, að þessi heimild eigi einungis að vera í höndum lögreglumanna en ekki almennra starfsmanna eins og vegaeftirlitsmanna. Þess vegna flyt ég þá breytingartillögu og legg til að þetta verði bundið við lögregluna en ekki vegaeftirlitsmenn, að beita stöðvunarvaldi á bíla.