131. löggjafarþing — 132. fundur,  11. maí 2005.

Neytendastofa og talsmaður neytenda.

592. mál
[11:10]

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Með stofnun Neytendastofu og embættis talsmanns neytenda er stigið stórt skref í þágu neytenda. Talsmaður neytenda mun standa vörð um hagsmuni og réttindi neytenda og stuðla að aukinni neytendavernd. Neytendastofa mun vinna að stefnumótun á sviði neytendamála.

Ég er stolt af því að vera sá ráðherra sem fyrstur kemur fram á hv. Alþingi með róttækar tillögur til hagsbóta fyrir neytendur.