131. löggjafarþing — 132. fundur,  11. maí 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[11:38]

Forseti (Halldór Blöndal):

Sú tillaga sem hv. þingmaður talar um er sjálffallin og verið var að greiða atkvæði um 7. tölulið í breytingartillögum Gunnars Birgissonar, en að sjálfsögðu fer um atkvæðagreiðslur á Alþingi eftir þingsköpum. — Ég vil benda hv. þingmönnum á að atkvæðagreiðsla hafði farið fram, atkvæðaskýringu er lokið. Það var óskað eftir því að atkvæðagreiðslan væri endurtekin. Hv. 2. þm. Reykv. s. hafði gert grein fyrir atkvæði sínu og það er ekki heimilt að gera nema einu sinni grein fyrir atkvæði sínu í hvert skipti og þegar atkvæðagreiðsla er endurtekin er ekki heimild til að taka að nýju upp umræður um atkvæðagreiðsluna.