131. löggjafarþing — 133. fundur,  11. maí 2005.

Athugasemd.

[12:07]

sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (ber af sér sakir):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni að þetta er dásamleg umræða, alveg sérstakt vandamál sem upp er komið núna. Bara til að leiðrétta það, þessi fundur var ekki innanflokksfundur hjá sjálfstæðismönnum, heldur var þessi fundur haldinn á vegum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins í Vestmannaeyjum vegna breytinga sem verið er að gera á þeirri stofnun, og um þá stofnun var fjallað, auk annarra þeirra þátta sem snertu málefni á þessum tíma. Fundurinn var öllum opinn og ég hafði auðvitað gert ráð fyrir (Forseti hringir.) því að hv. þingmaður mundi mæta þar.

(Forseti (HBl): Er það til að bera af sér sakir að Hafrannsóknastofnun heldur fund í Vestmannaeyjum? Ég tel það alveg í það knappasta. Þykir hv. þm. Lúðvíki Bergvinssyni ástæða til að bera af sér sakir? Ég treysti dómgreind þingmannsins.)