131. löggjafarþing — 133. fundur,  11. maí 2005.

Frestun á fundum Alþingis.

816. mál
[12:15]

Bryndís Hlöðversdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil minna á það hér að fyrir þessu þingi hefur oftar en einu sinni legið tillaga frá hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur um einmitt það að taka það til athugunar sem hv. þingmaður bendir hér á. Ég hef verið meðflutningsmaður á þessari tillögu og þar sem framsögumaður málsins er ekki stödd hér á þessu augnabliki taldi ég mér rétt og skylt að benda á þetta.

Ég er sammála því sem kemur fram í máli hv. þm. Kristins H. Gunnarssonar og ég hvet hann til að taka öflugan þátt í þessari baráttu með hv. þm. Rannveigu Guðmundsdóttur sem mun örugglega flytja sitt mál aftur á hinu háa Alþingi.