131. löggjafarþing — 133. fundur,  11. maí 2005.

Frestun á fundum Alþingis.

816. mál
[12:19]

Kristinn H. Gunnarsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Það er fljótgert að svara þessari fyrirspurn. Ég tel að svo geti verið. Ég held að þau sjónarmið sem sett eru fram í tillögunni séu þess eðlis að flestir geti verið sammála um þau. Ef þingið tekur sér tak og fer að ræða breytingar á starfsháttum sínum, t.d. núna í sumar og reynir að koma sér saman um breytingar fyrir þingsetningu næsta haust, þætti mér ekki ólíklegt að inntakið í þeirri tillögu yrði veigamikill þáttur í þeirri niðurstöðu.