131. löggjafarþing — 133. fundur,  11. maí 2005.

Framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

723. mál
[20:41]

Frsm. meiri hluta umhvn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 53/1995, um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

Í nefndarálitinu segir m.a.:

Í frumvarpinu er lagt til að sveitarstjórnir fái styrk til fráveituframkvæmda óháð því hvort sveitarfélögin fjármagna framkvæmdirnar beint eða farin er leið einkaframkvæmdar. Meiri hlutinn leggur áherslu á að skuldbindingar sveitarfélaganna vegna slíkrar framkvæmdar komi fram í ársreikningum viðkomandi sveitarfélags. Þá leggur meiri hlutinn til að sett verði hámark á fjárhæð styrks og eru breytingartillögur þess efnis tilgreindar í nefndarálitinu.

Undir þetta skrifa hv. þingmenn Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristinn H. Gunnarsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, með fyrirvara, Mörður Árnason, með fyrirvara, Þórunn Sveinbjarnardóttir, með fyrirvara og Guðjón Hjörleifsson.