131. löggjafarþing — 133. fundur,  11. maí 2005.

Tekjuskattur og eignarskattur.

695. mál
[20:47]

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti á þskj. 1385 um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, frá efnahags- og viðskiptanefnd.

Nefndin hefur fjallað um málið, eins og kemur fram í nefndarálitinu, og fengið til sín gesti. Hún leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingu sem tillaga er gerð um á þingskjali 1386.

Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi við lokaafgreiðslu málsins en Gunnar Örlygsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hann samþykkur áliti þessu.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Pétur H. Blöndal, Dagný Jónsdóttir, Birgir Ármannsson, Lúðvík Bergvinsson, Gunnar Birgisson, Ögmundur Jónasson og Una María Óskarsdóttir.