132. löggjafarþing — 4. fundur,  6. okt. 2005.

Athugasemd.

[10:40]
Hlusta

Margrét Frímannsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að þetta er tekið upp hér þar sem um mjög alvarlegt mál er að ræða, skort á lyfjum við alvarlegum langvarandi sjúkdómum og ekki síst þegar það snertir börnin þá snertir það okkur tilfinningalega. Ég vil því spyrja hæstv. ráðherra. Ef það er staðreynd að lög hafi verið brotin, að farið hafi verið á svig við lög, þá dugar ekki fyrir mig að sagt sé að innflytjendur hafi gert sér grein fyrir ábyrgðinni og ætli að taka sig á. Það hlýtur að þurfa að taka þá á þessu. Það hljóta að vera til einhvers konar refsiákvæði sem gilda gagnvart brotum á lögum eins og lyfjalögum sem valda skorti á skráðum lyfjum. Á hvern hátt verður tekið á því í ráðuneytinu?